Ljósleiðarinn

Við leggjum lagnir og göngum frá öllum tengingum á ljósleiðurum.

Einnig erum við með viðgerðarþjónustu á öllu sem tilheyrir ljósleiðara.

Þegar keypt er Internet-, síma– eða sjónvarpsþjónusta hjá þjónustuaðilum er sett upp netaðgangstæki á heimilinu. Heimilið þarf ekki að greiða fyrir uppsetninguna. Gagnaveita Reykjavíkur staðsetur netaðgangstækið í samráði við íbúa. Tækið er yfirleitt staðsett miðsvæðis á heimilinu svo auðvelt sé að tengja það við síma, sjónvarp og tölvu. Mismunandi er eftir heimilum hvaða lagnaleið hentar hverju sinni. Ef smáspennutafla og lagnir eru til staðar er netaðgangstækið sett upp við hlið töflunnar svo hægt sé að nýta þær lagnir til að tengja annan búnað.

Ef lagnir eru ekki til staðar er miðað við að lagning á þjónustulögnum skuli vera einföld og utanáliggjandi. Frágangur lagnanna skal vera þannig að íbúar verði ekki fyrir óþægindum við daglega umgengni heima hjá sér. Leitast skal við að hafa þær sem minnst áberandi og þannig að viðskiptavinur hafi möguleika á að bæta fráganginn seinna. Í einhverjum tilvikum þarf að bora í vegg til að forðast langar lagnaleiðir. Ef að húsráðandi fer fram á miklar og erfiðar þjónustulagnir þá getur húsráðandi kallað eftir því, en greiðir sjálfur fyrir þá auknu vinnu sem í því felst.